Sagan bakvið Jöklu rjómalíkjör

Eigendur Jöklu eru hjónin Pétur Pétursson og Sigríður Sigurðardóttir. Pétur er mjólkurfræðingur að mennt og mikill áhugamaður um framleiðslu íslenskra mjólkurafurða. Hugmyndin um fyrsta íslenska

rjómalíkjörinn, kviknaði á ferðalagi um Ítalíu þegar hann borðaði hjá ítölskum bónda sem framleiddi sinn eigin mjólkurlíkjör.

Það tók mörg ár að fullkomna uppskriftina, en loksins, árið 2021 kom lokaafurðin í hillur verslana ÁTVR.

Sagan bakvið Jöklu
Frá hugmynd að veruleika
2007

Byrjunin

Hugmyndin fæðist á Ítalíu

2012

Vöruþróun

Það tók mörg ár að fullkomna uppskriftina. Engin þykkingarefni eru notuð við framleiðsluna sem eru unnin úr ferskum Íslenskum afurðum sem myndu annars fara til spillis.

2017-2019

Framleiðsluferlið

Íslensk framleiðsla, unnin úr ferskum íslenskum rjóma.

2020

Skráning vörumerkis.

2021

Lokaafurð tilbúin

Jökla rjómalíkjör er loksins fáanleg í verslunum ÁTVR!