Ullin & Jökla

Vegleg verðlaun í hönnunarsamkeppni Jöklu í samvinnu við Ístex hf. um flottustu og frumlegustu peysurnar.

Ullin og Jökla er yfirskrift hönnunarsamkeppni sem Jöklavin ehf. í samvinnu við Ístex hf., íslenskan textíliðnað, í Mosfellsbæ.

Hanna á peysu úr íslenskri ull með merki eða hönnun Jökla rjómalíkjörs sem vitnar í hina margrómuðu og ísköldu Jöklu sem streymir niður árfarveginn til hafsins.

Markmið keppninnar er að styðja íslenskan prjónaiðnað, listiðnað, hönnun og frumleika fyrir íslensku ullina sem og nýsköpun fyrir íslenskan landbúnað.

Öllum er heimil þátttaka.

Fagleg dómnefnd velur best hönnuðu peysurnar. Þrjár verða valdar í vinningssæti og einnig verður frumlegasta peysan verðlaunuð. Vegleg verðlaun eru í boði.

Úrslitakvöldið verður haldið í Félagsheimili Mosfellinga í Hlégarði í Mosfellsbæ þann 31. maí.
Kynningar verða þar á vörum tengdum nýsköpun í landbúnaði.

Skila skal hönnuðum peysum inn fyrir 29. maí til:

Ístex hf – Íslenskur textíliðnaður
v. Ullin og Jökla, hönnunarsamkeppni Jökla rjómalíkjörs
Völuteigur 6
270 Mosfellsbær

Peysurnar skulu berast nafnlausar en merktar með einkunnarorði/dulnefni eða númeri og þeim skal fylgja umslag sem inniheldur nafn, símanúmer og tölvupóstfang þátttakanda. Umslagið skal merkt sama einkunnarorði eða númeri.

Verðlaunin

1. sæti – Best hannaða Jökla peysan
150.000 kr.
Lambaveisla frá Íslenskt lambakjöt að andvirði 30.000 kr.
Værðarvoð frá Ístex
Vörugjafir frá Mjólkursamsölunni

2. sæti – Best hannaða Jökla peysan
80.000 kr. 
Værðarvoð frá Ístex
Vörugjafir frá Mjólkursamsölunni

3. sæti – Best hannaða Jökla peysan
40.000 kr. 
Værðarvoð frá Ístex
Vörugjafir frá Mjólkursamsölunni

Frumlegasta Jökla peysan
100.000 kr.
Lambaveisla frá Íslenskt lambakjöt að andvirði 30.000 kr.
Værðarvoð frá Ístex
Vörugjafir frá Mjólkursamsölunni

Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og/eða breytingar.