Úrslitakvöld Ullin & Jökla

Þann 31. Maí sl. var úrslitakvöld í hönnunarsamkeppninni Ullin og Jökla haldin í Hlégarði Mosfellsbæ.

Keppendur hönnuðu og prjónuðu lopapeysur úr íslenskri ull með merki eða hönnun Jökla rjómalíkjörs sem vitnar í hina margrómuðu og ísköldu Jöklu sem streymir niður árfarveginn til hafsins. Markmið keppninnar var að styðja íslenskan prjóna iðnað, listiðnað, hönnun og frumleika fyrir íslensku ullina sem og nýsköpun fyrir íslenskan landbúnað. Bestu innsendingar voru valdar af dómnefnd og gestum á úrslitakvöldinu.

Alls bárust 43 peysur í keppnina, hver annarri skemmtilegri og frumlegri og það var vægast sagt erfitt að velja á milli!

Dómnefndina skipuðu eftirtaldir: 

Védís Jónsdóttir yfirhönnuður hjá Ístex

Jón Þór Jósepsson mjólkurfræðingur og framleiðslustjóri                       

Rebekka Kristjánsdóttir sölustjóri hjá Ístex  

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands  

Veitt voru þrenn verðlaun fyrir best hönnuðu peysuna og ein verðlaun fyrir þá frumlegustu. Á úrslitakvöldinu valdi salurinn vinsælustu peysuna.

  1. sæti: Erna Lúðvíksdóttir.
  2. sæti: Eydís Elva Örnólfsdóttir
  3. sæti: Kristjana Jónsdóttir.

Frumlegasta peysan: Ragnheiður Guðmundsdóttir

Vinsælasta peysan: Margrét Þorvaldsdóttir.

Við þökkum öllum þeim sem sendu inn peysur fyrir þátttökuna og gestum sem mættu á viðburðinn og skemmtu sér með okkur.