Alþjóðlegi mjólkurdagurinn

Facebook
Twitter
LinkedIn

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 1. júní um allan heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins.

Á Íslandi framleiða bændur úrvals mjólk á hverjum degi og eru gæði hennar margrómuð um allan heim.

Jökla rjómalíkjör er íslensk framleiðsla, framleidd úr íslenskri mjólk og hefur fengið frábærar viðtökur. Við erum mjög þakklát fyrir það